Stjórinn hótar afleiðingum

David Luiz veittist að liðsfélaga sínum.
David Luiz veittist að liðsfélaga sínum. AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ætlar að refsa þeim aðila innan félagsins sem kjaftaði frá slagsmálum tveggja leikmanna liðsins á æfingu í vikunni.

The Athletic greindi frá því að varnarmaðurinn David Luiz og miðjumaðurinn Dani Ceballos slógust á æfingu. Segir að Cebal­los hafi tæklað Luiz harka­lega sem brást illa við og sló Spán­verj­ann í and­litið með þeim af­leiðing­um að hann féll í jörðina blóðugur. Liðsfé­lag­ar þeirra stöðvuðu slags­mál­in áður en al­gjör­lega sauð upp úr.

Arteta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag, fyrir leik Arsenal og Leeds í úrvalsdeildinni um helgina, og þar gerði hann lítið úr uppákomunni. Hann er engu að síður æfur út í þann sem kjaftaði frá.

„Þetta var ekkert. Það er keppnisskap í mönnum á æfingu og þeim lendir saman, það gerist alltaf. Ég hef meiri áhyggjur af því að einhver sagði frá þessu, lak þessu í fjölmiðla,“ sagði Arteta og hótaði því að refsa þeim sem svíkja þann trúnað sem á að ríkja milli liðsfélaga.

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert