Ronnie Spector látin

Söngkonan Ronnie Spector er meðal annars þekkt fyrir lagið Be …
Söngkonan Ronnie Spector er meðal annars þekkt fyrir lagið Be my baby. AFP

Bandaríska söngkonan Ronnie Spector lést í dag 78 ára að aldri eftir skammvinna baráttu við krabbamein.

Spector, sem var aðalsöngkona stúlknasveitarinnar Ronettes, er meðal annars þekkt fyrir lögin Be my baby og Baby, I love you, sem komu út á sjöunda áratugnum.

Veronica Greenfield, betur þekkt sem Ronnie Spector, fæddist þann 10. ágúst árið 1943. Hún stofnaði sveitina Ronettes ásamt systur sinni Estelle Bennett og frænku, Nedra Talley, árið 1957.

Árið 1963 giftist hún Phil Spector, sem var bandarískur upptökustjóri og útgefandi. Þau skildu árið 1972.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert