Ber sama nafn og vinsælasta poppstjarna í heimi

Nöfnurnar.
Nöfnurnar. Samsett mynd

Ung stúlka frá Lanarkshire í Skotlandi á í stökustu vandræðum með að finna sér vinnu. Ástæðan fyrir því er sú að hún ber sama eiginnafn og eftirnafn og vinsælasta tónlistarkona í heimi, Taylor Swift. Stúlkan segir atvinnurekendur ekki taka mark á sér.

Foreldrar Swift, Mairi og Peter Swift, gáfu dóttur sinni nafnið vel áður en tónlistarkonan varð fræg um allan heim. Swift var tveggja ára gömul þegar tónlistarkonan gaf út fyrstu stúdíóplötu sína, titluð Taylor Swift.

Swift, 19 ára, segist oft vera spurð út í nafnið og að það komi henni reglulega í hálfgert klandur. Til þess að koma í veg fyrir slíkt fer hún ekki út úr húsi án vegabréfs. 

„Það trúir mér enginn. Ég fæ sjaldan svör við umsóknum. Flestir telja þetta vera einhvers konar gabb,“ útskýrir Swift. 

Vinsældir tónlistarkonunnar Taylor Swift eru miklar út um allan heim. Tónleikaferðalag hennar, titlað The Eras Tour, hefur halað inn milljörðum á síðustu mánuðum, en allt sem hún snertir verður að gulli. 

Independent

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta við vin gæti fengið þig til að breyta markmiðum þínum eða framtíðaráformum lítilsháttar. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka