Trump réðst til atlögu vegna Hunters Biden

Frá vinstri: Hunter Biden, Joe Biden og Beau Biden.
Frá vinstri: Hunter Biden, Joe Biden og Beau Biden. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarna viku sakað Joe Biden, forsetaframbjóðanda demókrata, um spillingu. Í kappræðunum í nótt lagði Trump fram ásakanir i tengslum við um son Bidens, Hunter, en forsetanum tókst þó ekki að koma andstæðingi sínum úr jafnvægi.

Trump talaði um að Biden hefði hagnast á spilltum viðskiptasamningum sem tengjast syni hans í Úkraínu og Kína þegar Biden hans starfaði sem varaforseti Bandaríkjanna. Biden sagði að ekkert ósiðlegt hefði gerst og eftir þessi orðaskipti fékkst engin niðurstaða í málið.

Trump hélt þó áfram og sagði við Biden: „Mér finnst þú þurfa að skýra málið út fyrir Bandaríkjamönnum.“

Donald Trump í kappræðunum.
Donald Trump í kappræðunum. AFP

Einnig nefndi forsetinn fartölvu sem er sögð hafa verið í eigu Hunters Biden og bætti við að hún hafi innihaldið „hræðilega tölvupósta“ sem sýndu samstarf fjölskyldu Bidens við kínverskt fyrirtæki. „Ef þetta er satt, er hann spilltur stjórnmálamaður, þannig að ekki tala um að þú sért eitthvað saklaust barn,“ sagði Trump. „Skoðaðu þessa fartölvu frá helvíti.“

Fjallað hefur verið um tölvuna undanfarið, með aðstoð vafasamra heimilda New York Post, sem er í eigu Ruperts Murdoch. Þar kom fram að í henni hefðu fundist skjöl, þar á meðal tölvupóstar sem sýndu að Hunter Biden hafi kynnt föður sinn fyrir ráðgafa Burisma, gasfyrirtækis frá Úkraínu þar sem Hunter var stjórnarmaður árið 2015.

Joe Biden í kappræðunum í nótt.
Joe Biden í kappræðunum í nótt. AFP

Trump minntist einnig á óstaðfesta tölvupósta um viðskipti Biden-fjölskyldunnar við kínverska fyrirtækið CEFC China Energy Co, sem hafi ætlað að fjárfesta í Bandaríkjunum og víðar. „Sonur þinn sagði: „Við verðum að gefa 10 prósent til stóra mannsins“. Joe, hvað þýðir þetta?“, sagði forsetinn. „Þetta er hræðilegt.“ Biden vísaði þessu á bug og sagðist ekki hafa þegið „krónu frá nokkrum erlendum aðila á ævinni“.

Biden bætti við að sonur hans hafi ekki grætt á neinu í kringum Kína. Í raun og veru hafi Trump hagnast á viðskiptum við Kínverja. Benti hann á bankareikning Trump í landinu sem eitt sinn var leynilegur.

Trump bauð fyrrverandi viðskiptafélaga Hunters Biden, Tony Bobulinski, til að taka þátt í kappræðum í Nashville áður en kappræðurnar forsetanna tveggja fóru fram. Skömmu áður hafði Bublanski haldið blaðamannafund þar sem hann sakaði Biden um að hafa tekið þátt í fjármálagjörningi með Hunter og kínversku fyrirtæki. Sagðist hann ætla að afhenda bandarísku alríkislögregluna þrjá farsíma sem eru í eigu hans.

Tony Bobulinski.
Tony Bobulinski. AFP

Í skoðanapistlum í The Wall Street Journal hefur í vikunni verið ýtt undir að Hunter Biden hafi beitt áhrifum föður síns til að hagnast fjárhagslega. Í þann mund þegar kappræðunum var að ljúka kom þó fram í blaðinu að Joe Biden hafi ekki átt þá neinu slíku. „Fyrirtækjagögn sem The Wall Street Journal skoðaði sýna að Joe Biden tók ekki þátt í því,“ sagði í blaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert