Fleiri fullbólusettir en greinst hafa með smit

Bólusetning í Laugardalshöll um miðjan febrúarmánuð.
Bólusetning í Laugardalshöll um miðjan febrúarmánuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fleiri Íslendingar hafa nú verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni en greinst hafa með staðfest smit. Síðan á mánudag hafa 5.866 manns verið bólusettir og samtals hafa 10.074 verið fullbólusettir frá og með deginum í gær.

Síðan kórónuveirufaraldurinn hófst hinn 28. febrúar í fyrra hafa 6.045 staðfest smit greinst hér á landi, 274.347 sýni hafa verið tekin og 45.943 hafa lokið sóttkví samanlagt.

Innlagnir á sjúkrahús hafa hingað til verið 326, þar af 53 á gjörgæslu og 29 hafa látist. Í dag eru einungis átta á sjúkrahúsi og enginn á gjörgæslu með Covid-19.

Nú eru 27 manns í einangrun á öllu landinu og 26 í hefðbundinni sóttkví. Í skimunarsóttkví vegna komu til landsins er 891.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert