fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Luiza í miklum vanda eftir innbrot í bíl hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júní 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luiza Klaudia Lárusdóttir er 44 ára gömul pólsk kona sem búið hefur á Íslandi frá árinu 1998. Árið 2007 lenti hún í slysi er hún var farþegi í bíl og hefur upp frá því verið öryrki. Býr hún í húsnæði fyrir öryrkja í Hátúni 10 í Reykjavík.

Fyrir skömmu var brotist inn í bíl Luizu fyrir utan heimili hennar, verðmætum stolið og skemmdir unnar. Tjónið metur Luiza á um 100 þúsund krónur, sem eru miklir peningar fyrir örykja, en auk þess hefur málið valdið henni margvíslegum óþægindum og erfiði.

„Þetta er innrás inn í einkarýmið mitt og tilfinningin er mjög óþægileg. Ég hef átt erfitt með að sofna undanfarið út af þessu. Hann tók allt sem hann gat tekið, meira að segja smurbók bílsins, sem er mjög óþægilegt.“

Meðal þess sem þjófurinn tók úr bílnum var myndbandsupptökuvél (Camcorder) af dýrari gerðinni og er tjónið bagalegt. „Þegar ég lenti í slysinu árið 2007 voru erfiðleikar að finna út úr því hver hefði valdið slysinu. Upp á framtíðina hef ég gætt þess að hafa svona tæki í bílnum sem tekur allt upp,“ segir Klaudia og vill gjarnan koma raðnúmeri búnaðarins á framfæri ef þjófurinn reynir að koma honum í verð. Númerið er: 200207325

Þeir sem gætu haft upplýsingar um myndavélina eða annað sem viðvíkur innbrotinu eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444 1000.

Mataðist í bílnum og olli tjóni með sóðaskap

„Hann borðaði meira að segja í bílnum, ég sá áhöld og leifar eftir hann.“ Því miður skildi þjófurinn einnig eftir opna flösku af hreinsiefni í gólfi bílsins og þurfti Luiza að kosta hreinsun á bílnum vegna þess upp á 8 þúsund krónur.

Meðal þess sem þjófurinn tók voru tvær innkaupatöskur á hjólum, sem hafa verið Luizu mikil hjálparhella við innkaup en hún getur ekki borði þunga innkaupapoka í höndunum, síst af öllu upp stiga. Svo gleðilega vildi til að pólsk hjón sem fréttu af vandræðum Luizu gáfu henni eina samskonar tösku:

 

Mikið um innbrot í kringum Hátún 10

Luizu var tjáð af tryggingafélaginu hennar að eigin ábyrgð hennar vegna málsins væri 35.700 krónur. Það er hún afar ósátt við. „Það er út af svona sem svo margt fólk hættir að borga tryggingar.“

Luiza segir að innbrot og afbrot í kringum Hátún 10 séu algeng, sérstaklega innbrot í bíla. Segist hún vita um fimm slík tilvik undanfarnar vikur. „Við ræddum þetta á húsfundi og ein sagði frá því að að fartölvunni hennar hefði verið stolið úr bílinn og annar að bíllinn hans hefði verið rispaður. Ég myndi vilja að lögreglan væri stundum með eitthvert eftirlit hérna í nágrenninu en þeir koma aldrei hingað.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun