Græddu hjarta úr svíni í mann

Um er að ræða fyrsta skipti sem hjarta úr dýri …
Um er að ræða fyrsta skipti sem hjarta úr dýri er grætt í manneskju og líkaminn hefur ekki hafnað um leið. AFP

Bandarískur maður á sextugsaldri varð á dögunum fyrsti maðurinn í heiminum til þess að fá hjarta úr erfðabreyttu svíni grætt í sig. 

BBC greinir frá.

David Bennett, 57 ára, er hress eftir atvikum nú þremur dögum eftir aðgerðina samkvæmt læknateymi hans. Aðgerðin var framkvæmd í Baltimore í Bandaríkjunum. 

Litið var á ígræðsluna sem síðustu von Bennetts þótt enn sé ekki vitað hverjar langtímalíflíkur séu eftir slíka aðgerð.

„Það var annaðhvort dauðinn eða þessi ígræðsla,“ sagði Bennett daginn fyrir aðgerðina. „Ég átta mig á að þetta er mikil áhætta en þetta er síðasta von mín,“ sagði hann.

Læknar á háskólasjúkrahúsinu í Maryland hlutu sérstakt leyfi frá eftirlitsaðilum til þess að gera aðgerðina þar sem Bennett hefði annars látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert