Ómar í liði ársins annað árið í röð

Ómar Ingi Magnússon var valinn í úrvalslið ársins í Þýskalandi.
Ómar Ingi Magnússon var valinn í úrvalslið ársins í Þýskalandi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ómar Ingi Magnússon, núverandi íþróttamaður ársins og landsliðsmaður, var valinn í úrvalslið ársins í þýsku A-deildinni í handbolta. Þetta er annað árið í röð sem Ómar er valinn í úrvalsliðið. 

Liðið er valið samkvæmt ýmsum tölfræðiþáttum sem teknir eru saman eftir hvern leik deildarinnar. Ómar er eini Íslendingurinn í liðinu. 

Landsliðsmaðurinn, sem varð þýskur meistari með liði sínu Magdeburg, var næst markahæstur í deildinni með 237 mörk í 33 leikjum. Hann var einnig með þeim stoðsendingahæstu með 124 stoðsendingar. 

Lið ársins í heild sinni:

Markvörður: Kevin Möller (Flensburg)

Hægra horn: Hans Óttar Lindberg (Füchse Berlin)

Hægri skytta: Ómar Ingi Magnússon (Magdeburg)

Miðjumaður: Jim Gottfridsson (Flensburg)

Vinstri skytta: Simon Jeppsson (Erlangen)

Vinstra horn Hampus Wanne  (Flensburg)

Línumaður: Johannes Golla (Flensburg)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert