2,7 milljarðar við skil á dósum og flöskum

Skil á drykkjarumbúðum til endurvinnslu batna með ári hverju.
Skil á drykkjarumbúðum til endurvinnslu batna með ári hverju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 2,7 milljarðar króna voru endurgreiddir við skil á drykkjarvöruumbúðum í fyrra. Þetta er hærri upphæð en nokkru sinni áður og endurheimtur á flöskum og dósum hafa heldur aldrei verið meiri í skilakerfinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, þessar niðurstöður mjög ánægjulegar og þakkar landsmönnum samvinnuna.

Alls voru 185,5 milljónir framleiddra og innfluttra eininga í kerfinu í fyrra og voru endurheimt 91,4% af því eða 169,4 milljónir stykkja, samkvæmt upplýsingum Helga. Skilakerfið var sett á laggirnar 1989 og áður höfðu endurheimtur mest farið í rúmlega 89% árið 2013.

Ofan á þessar endurheimtur hefur Endurvinnslan hf. bætt við því sem Sorpa veiðir úr sorpi á höfuðborgarsvæðinu og endurvinnur. Árið 2019 voru skil þannig 86,2% í skilakerfi og við það bættust rúmlega 2% sem voru drykkjarumbúðir sem Sorpa endurvinnur úr sínum úrgangsstraumum. Búast má við því að árið 2020 bætist einnig við skil Endurvinnslunnar um 2% af drykkjarumbúðum sem Sorpa endurvinnur og endurheimtur ársins endi í 93-94%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert