Liverpool hefur átt mjög gott undirbúningstímabil og unnið lið eins og Arsenal og Manchester United. Hins vegar er lítið að frétta af þeim á markaðnum í sumar.
Liðið leit mjög vel út í nótt er þeir unnu 3-0 sigur á erkifjendum sínum í Manchester United frekar örugglega í Ohio.
Arne Slot var ráðinn þjálfari Liverpool eftir Klopp hætti með liðið að loknu tímabili í fyrra. Slot hefur sett saman óskalista af leikmönnum sem hann vill fá til sín í Liverpool.
Á þessum lista eru leikmenn eins og Antony Gordon og Marc Guehi. Arne Slot er tilbúinn að láta varnarmanninn Joe Gomez fara og gæti hugsanlega notað hann í einhverskonar skiptidíl fyrir Antony Gordon.
The Mirror setti saman draumabyrjunarlið Liverpool fyrir næstu leiktíð þar sem þeir gera ráð fyrir að Marc Guehi og Antony Gordon skrifa undir hjá Bítlaborgarliðinu.
Draumabyrjunarlið Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Guehi, Van Dijk, Robertson; Endo, Mac Allister, Szoboszlai; Salah, Nunez, Gordon.