fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Réttað yfir Steinu Árnadóttur í dag – Sökuð um manndráp og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 11:00

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun hófst aðalmeðferð í máli Steinu Árnadóttur, 62 ára gamals hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Steina neitar sök í málinu.

Ákæran var gefin út í nóvember í fyrra. Steina er þar sögð hafa svipt sjúkling lífi, konu á sextugsaldri, með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hafi hún hellt drykknum upp í munn sjúklingsins, á meðan henni var haldið niðri að fyrirskipun Steinu, þrátt fyrir að konan gæfi til kynna að hún vildi ekki drykkinn. Þetta hafði þær afleiðingar að drykkurinn hafnaði í  loftvegi konunnar, sem hindraði loftflæði um lungum og olli öndunarbilun svo konan kafnaði.

Héraðssaksóknari krefst þess að Steina verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fyrir hönd látnu konunnar er krafist miskabóta upp á 15 milljónir króna.

Dómurinn er fjölskipaður og er sérfræðingur í bráðalækningum meðdómandi. Vísir greinir frá. Um 30 vitni verða leidd fyrir dóminn og þeirra á meðal er Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans.

Fréttaflutningur af vitnaleiðslum dagsins er bannaður þar til þeim er lokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti