Stefán Teitur skoraði sitt fyrsta landsliðsmark

Stefán Teitur Þórðarson fagnar marki sínu í kvöld.
Stefán Teitur Þórðarson fagnar marki sínu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sitt fyrsta mark fyrir A-landslið karla þegar hann kom íslenska liðinu í 1:0 gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Staðan í hálfleik var 2:0 eftir að Albert Guðmundsson tvöfaldaði forystuna og er síðari hálfleikurinn nýhafinn.

Stefán Teitur er eins og nafnið gefur til kynna af mikilli fótboltaætt, en faðir hans, markvörðurinn Þórður Þórðarson, lék einn landsleik á sínum tíma og föðurbróðir hans, Stefán Þór Þórðarson, skoraði eitt mark í sex landsleikjum.

Þá eru bræðurnir Ólafur Þórðarson og Teitur Þórðarson einnig náskyldir Stefáni Teiti, en þeir eru bræður afa hans. Ólafur spilaði 72 landsleiki og skoraði fimm mörk og Teitur lék 41 landsleik og skoraði níu mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert