Reynsluboltar framlengja í Fossvogi

Kári Árnason í baráttunni með Víkingum í sumar.
Kári Árnason í baráttunni með Víkingum í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumennirnir Kári Árnason og Þórður Ingason hafa framlengt samninga sína við Víking í Reykjavík en þetta staðfesti félagið á samfélgsmiðlum sínum í hádeginu.

Kári, sem er 38 ára gamall, gekk til liðs við Víkinga frá Genclerbirligi í Tyrklandi í júní 2019, en hann á að baki 37 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Kári er uppalinn Víkingur en hann lék sem atvinnumaður með Djurgården, AGF, Esbjerg, Plymouth, Aberdeen, Rotherham, Malmö, Omonia, Aberdeen og Genclerbirligi á atvinnumannsferli sínum.

Þá á hann að baki 87 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Markvörðurinn Þórður Ingason er 32 ára gamall en hann gekk til liðs við Víkinga frá Fjölni í janúar 2019.

Þórður er afar reyndur leikmaður en hann á að baki 158 leiki í efstu deild með Fjölni, KR og Víkingum.

Þá hefur hann einnig leikið með BÍ/Bolungarvík á ferlinum en hann á að baki 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Þórður Ingason gekk til liðs við Víkinga fyrir tímabilið 2019.
Þórður Ingason gekk til liðs við Víkinga fyrir tímabilið 2019. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert