„Salat kostaði svona tvo dollara fyrir tveimur mánuðum“ en kostar núna „svona sjö dollara“ ef marka má eldræðu bandarísku tónlistarkonunnar Cardi B í myndbandi sem hún birti á Twitter síðu sinni.

Í umfjöllun sinni bendir WSJ á að Cardi B hafi nokkuð til síns máls. Samkvæmt opinberum hagtölum hafi verð á salatblöðum hækkað um fjórðung undanfarið ár.

Veirusýking í Salinas-dalnum í Kaliforníu, þar sem megnið af jöklasalati og bindisalati Bandaríkjanna er ræktað, olli uppskerubresti sem skýri stóran hluta nýlegra verðhækkana.

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út 19. janúar.