Hampiðjan opnar verslun við Sundahöfn

Hægt er að versla allt til smábátaútgerðar í versluninni.
Hægt er að versla allt til smábátaútgerðar í versluninni. Ljósmynd/Hampiðjan

Hampiðjan á Íslandi og VOOT hafa nú í fyrsta sinn opnað verslun með útgerðarvörur, sjóvinnuföt og lyftibúnað í húsnæði sínu í Skarfagörðum 4 við Sundahöfn í Reykjavík.

Verslunarrýmið er um 100 fermetrar og býður Hamiðjan upp á eigin framleiðsluvöru á köðlum og garni, sjóklæðnað frá Mar Wear, rekstrar- og útgerðarvörur frá VOOT ásamt lyftibúnaði.

Jón Oddur Davíðsson, framkvæmdastjóri Hampiðjunnar á Íslandi, segir í samtali við 200 mílur að verslunin hafi verið opnuð í framhaldi af kaupum Hampiðjunnar í VOOT sem er smásöluaðili.

„Við höfum lengi verið að þjónusta verktaka og stórútgerðina, en með tilkomu VOOT, dótturfélags okkar, varð til grundvöllur fyrir verslun með góðu úrvali,“ segir Jón Oddur.

Hamiðjan keypti í VOOT árið 2019.

Vildu skapa stemningu

Hann segir að ákveðið hafi verið að opna verslunina til að geta þjónustað fjölbreyttari hóp útgerða og verktaka og til að skapa betri umgjörð og aðgengi að verslun með vörur Hampiðjunnar.

„Þá fannst mönnum vanta búð með svipaðri stemningu og var í Ellingsen-búðinni í gamla daga,“ segir Jón Oddur.

Spurður hvort verslunin sé frábrugðin þeim sem þegar eru reknar til að mynda af Ísfelli segir Jón Oddur vörurnar að einhverju leyti skarast. Hann segir verslunina þó ekki setta á laggirnar í beinni samkeppni við Ísfell heldur sé hugmyndin að taka betur á móti viðskiptavinum.

Hann segir að hingað til að hafi verið tekið á móti viðskiptavinum Hampiðjunnar á lager eða netaverkstæði á Skarfagörðum „þannig að þetta er til þess gert að bæta það andlit“.

Viðskiptavinum er enn frjálst að skoða lager og verkstæði ef um slík kaup er að ræða. „Við reynum að taka á móti viðskiptavinum í búðinni en hefðbundin lagerafgreiðsla helst óbreytt áfram,“ segir Jón Oddur.

„Við erum með þessu hreinlega að auka þjónustu okkar við þennan viðskiptahóp sem eru smábátasjómenn og verktakar,“ segir Jón Oddur.

Klæðnaður frá Mar Wear.
Klæðnaður frá Mar Wear. Ljósmynd/Hampiðjan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.5.24 408,85 kr/kg
Þorskur, slægður 2.5.24 377,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.5.24 196,03 kr/kg
Ýsa, slægð 2.5.24 106,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.5.24 123,98 kr/kg
Ufsi, slægður 2.5.24 151,54 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 2.5.24 136,62 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 6,94 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.418 kg
Steinbítur 1.395 kg
Ýsa 721 kg
Hlýri 434 kg
Langa 239 kg
Keila 45 kg
Skarkoli 29 kg
Karfi 22 kg
Samtals 12.303 kg
2.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.847 kg
Þorskur 996 kg
Skarkoli 72 kg
Samtals 2.915 kg
2.5.24 Sigurfari AK 95 Handfæri
Þorskur 126 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 145 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 2.5.24 408,85 kr/kg
Þorskur, slægður 2.5.24 377,55 kr/kg
Ýsa, óslægð 2.5.24 196,03 kr/kg
Ýsa, slægð 2.5.24 106,84 kr/kg
Ufsi, óslægður 2.5.24 123,98 kr/kg
Ufsi, slægður 2.5.24 151,54 kr/kg
Djúpkarfi 2.5.24 264,00 kr/kg
Gullkarfi 2.5.24 136,62 kr/kg
Litli karfi 2.5.24 6,94 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

2.5.24 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 9.418 kg
Steinbítur 1.395 kg
Ýsa 721 kg
Hlýri 434 kg
Langa 239 kg
Keila 45 kg
Skarkoli 29 kg
Karfi 22 kg
Samtals 12.303 kg
2.5.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Grásleppa 1.847 kg
Þorskur 996 kg
Skarkoli 72 kg
Samtals 2.915 kg
2.5.24 Sigurfari AK 95 Handfæri
Þorskur 126 kg
Ufsi 19 kg
Samtals 145 kg

Skoða allar landanir »