Trump snúinn aftur á Facebook

Donald Trump birti fyrstu færslu sína í dag síðan 2021.
Donald Trump birti fyrstu færslu sína í dag síðan 2021. AFP

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti er snúinn aftur á samfélagsmiðilinn Facebook.

Trump var bannlýstur á Facebook og Twitter árið 2021 í kjölfar óeirðanna við þinghúsið í Washington D.C. en að sögn Meta, móðurfélags miðlanna, hafði Trump hvatt til múgæsings með því að fullyrða að Joe Biden væri ekki réttkjörinn sem nýr Bandaríkjaforseti.

Banni Trumps á miðlunum lauk í janúar en ekkert hafði heyrst frá honum þar til nú. 

Trump birti í kvöld færslu á facebook með orðunum „ÉG ER SNÚINN AFTUR“

Með færslunni fylgdi stutt myndband en þar stendur Trump á ræðupalli og segir „Afsakið biðina. Flókið mál“.

Lokaskot myndbandsins sýnir fræg slagorð Trumps „Make America Great Again“ ásamt „Trump 2024“ en Trump tilkynnti á síðasta ári í Mar-A-Lago að hann myndi gefa kost á sér að nýju árið 2024. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert