Landsleikir í Kórnum og Akraneshöll

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir úr Þrótti er framherji í U19 ára …
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir úr Þrótti er framherji í U19 ára landsliðinu. Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason

Íslenska U19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Svíum í tveimur vináttuleikjum á næstunni en fyrri leikurinn fer fram í Kórnum í Kópavogi á laugardaginn og hinn í Akraneshöllinni næsta mánudag.

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið 20 leikmanna hóp fyrir leikina tvo en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir seinni hluta undankeppni Evrópumótsins næsta vor. Hópurinn er þannig skipaður:

  • Birna Kristín Björnsdóttir - Augnablik
  • Hildur Lilja Ágústsdóttir - Breiðablik
  • Írena Héðinsdóttir Gonzales - Breiðablik
  • Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - Breiðablik
  • María Catharina Ólafsd. Gros - Celtic
  • Tinna Brá Magnúsdóttir - Fylkir
  • Berglind Þrastardóttir - Haukar
  • Mikaela Nótt Pétursdóttir - Haukar
  • Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
  • Eyrún Embla Hjartardóttir - Stjarnan
  • Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - Stjarnan
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir - Stjarnan
  • Aldís Guðlaugsdóttir - Valur
  • Sigríður Theód. Guðmundsdóttir - Valur
  • Dagný Rún Pétursdóttir - Víkingur R.
  • Andrea Rut Bjarnadóttir - Þróttur R.
  • Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
  • Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Þróttur R.
  • Freyja Karín Þorvarðardóttir - Þróttur N.
  • Ísfold Marý Sigtryggsdóttir - Þór/KA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert