Pétur bestur í 21. umferðinni

Pétur Viðarsson átti frábæran leik fyrir FH gegn meistaraefnunum í …
Pétur Viðarsson átti frábæran leik fyrir FH gegn meistaraefnunum í Breiðabliki. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Pétur Viðarsson, varnarmaðurinn reyndi hjá FH, var besti leikmaður 21. umferðar úrvalsdeildar karla í fótbolta sem var leikin á sunnudag og mánudag, að mati Morgunblaðsins.

Pétur átti stórleik í vörn FH-inga þegar þeir lögðu Breiðablik að velli, 1:0, í Kaplakrika og skoraði auk þess sigurmark Hafnarfjarðarliðsins. Hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu.

Einn annar leikmaður fékk tvö M en það var Mark Gundelach, hægri bakvörður KA-manna, sem lagði upp þrjú mörk þegar Akureyrarliðið lagði Valsmenn 4:1 á Hlíðarenda.

Lið 21. umferðar má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert