Konur hrista upp í utanvegaakstri

Utanvegaakstur er vinsælt sport í eyðimörkinni í Katar þar sem löng hefð er fyrir því að þenja fjórhjóladrifna í jeppa í sandinum. Engum ætti að koma á óvart að þetta er mikið karlasport, enda er Katar ekki þekkt fyrir framsækni í jafnréttismálum. Nú hefur Marcella Visser, sem er frá Suður-Afríku, hrist verulega upp í greininni þar sem hún hefur fengið hlutverk leiðtoga í sandinum og orðið fleiri konum innblástur til að þjóta á ógnarhraða um sandöldurnar.

Sem leiðtogi hefur Visser það hlutverk að leiða leiðangra í eyðimörkinni og aðstoða fólk við að losa sig úr sandinum en afar algengt er að jepparnir festist þar og þá er lítið annað til ráða en að fara út og moka.

Í ítarlegu myndskeiði frá AFP-fréttaveitunni sem fylgir fréttinni er kíkt á jeppamenn og -konur í Katar en flestir jepparnir sem notaðir eru í sandinum ættu að vera Íslendingum vel kunnir enda algengir á götum og slóðum hér á landi.

Jeppamenn í Katar þurfa að kljást við aðstæður sem eru …
Jeppamenn í Katar þurfa að kljást við aðstæður sem eru nokkuð ólíkar því sem gerist hér á landi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert