Kleópatra vann fyrstu hönnunarkeppnina

Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni.
Eldhúsið hennar Kleópötru Thorstensen í Sims 4-hönnunarkeppninni. Skjáskot/The Sims 4

Úrslit í fyrstu hönnunarkeppni rafíþróttavefsins eru nú ráðin en það var hún Kleópatra Thorstensen sem fékk flest atkvæði lesenda og fær því glænýja fartölvu frá Tölvutek í verðlaun. 

Á dögunum fór fyrsta hönnunarkeppni rafíþróttavefsins af stað og áttu keppendur að hanna eldhús í Sims 4. Aðeins fimm eldhús komust áfram í úrslit en þegar dómnefnd mbl.is hafði tilkynnt um flottustu eldhúsin hófst atkvæðagreiðslan.

Heimilislegt eldhús heillað lesendur

Lesendur mbl.is eina viku til þess að velja sigurvegara með atkvæðagreiðslu og stóð valið milli eldhúsa sem Adinda Ma­rita, Birta Mubaraka, Kleópatra Thor­sten­sen, Móna Lind og Sigtýr Ægir höfðu hannað.

Sem fyrr segir fékk Kleópatra Thorstensen flest atkvæði lesenda og gerist með því fyrsti sigurvegarinn í hönnunarkeppni rafíþróttavefsins.

Hún hannaði heimilislegt eldhús í iðnaðarstíl sem greinilega vakti mestu aðdáun lesanda að þessu sinni.

Munaði litlu á milli sæta

Veitir rafíþróttavefur mbl.is Kleópötru því hamingjuóskir með sigurinn og þakkar jafnframt öllum keppendum fyrir þátttökuna. Eldhúsin voru hvert öðru flottara og munaði litlu á efstu tveimur sætunum í keppninni.

Það var hún Adinda Marita sem hampaði öðru sæti í keppninni, en hún hannaði nútímalegt lúxus-eldhúsi sem nýtir náttúrulega birtu vel. Þar á eftir situr Móna Lind í þriðja sæti en hún hannaði bjart og hlýlegt eldhús með stórum gluggum.

Birta Amarie Mubaraka endaði í fjórða sæti með eldhúsið Desert Compound. Hafði hún borið fram ost og jarðaber fyrir dómara ásamt úrvali af víni. Síðast en ekki síst situr Sigtýr Ægir í fimmta sæti en hann hafði endurhannað eldhúsið í fyrsta einbýlishúsi „Simsta­grams­ins“ sem hann hefur haldið úti á Instagram frá því í fyrra sumar.

Sköpunargleðin leynir sér ekki

Fjöldi mynda af glæsilegum eldhúsum sem barst dómnefnd ber um að sköpunargleði landans síður en svo af skornum skammti og að margur maðurinn hafi gott auga fyrir innanhúshönnun.

Í fréttinni hér fyrir neðan má skoða myndir af öllum eldhúsunum sem voru í úrslitum hönnunarkeppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert