Ísland tapaði gegn Svíþjóð

Byrjunarlið Íslands í dag.
Byrjunarlið Íslands í dag. Ljósmynd/KSÍ/Hulda Margrét

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði 2:1 gegn Svíum í vináttuleik í Svíþjóð í dag.

Það var Sigurður Steinar Björnsson, leikmaður Víkings, sem skoraði mark Íslands í leiknum en það kom undir lok leiks.

Þetta var seinni leikur liðanna af tveimur í þessu landsleikjahléi en Ísland vann fyrri leikinn 3:1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert