Verkfalli í Straumsvík frestað um viku

Ríflega 80% starfsmanna álversins í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu …
Ríflega 80% starfsmanna álversins í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu fyrr í mánuðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Verkfalli starfsmanna í álverinu í Straumsvík, sem átti að hefjast á morgun, hefur verið frestað um viku. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Verkalýðsfélaginu Hlífar, en RÚV greindi fyrst frá.

Starfsmenn álversins samþykktu fyrr í mánuðinum að boða til verkfalls sem átti að hefjast á morgun, föstudaginn 16. október. Hefur starfsfólk farið fram á sambærilegar launahækkanir og samið var um í lífskjarasamningunum svokölluðu, eða sem nemur 73 þúsund krónum á mánuði.

Í tilkynningunni segir að verkfallinu hafi verið frestað til að gefa samninganefndum meiri tíma til að ná saman um nýjan samning. Náist það ekki hefst verkfall 23. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert