Valur styrkti stöðu sína á toppnum

Thea Imani Sturludóttir hafði sig lítið í frammi í dag …
Thea Imani Sturludóttir hafði sig lítið í frammi í dag en hún skoraði þrjú mörk í leiknum. mbl.is/Óttar

Valur styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta með öruggum sigri á HK á heimavelli sínum að Hlíðarenda í dag, 41:25. HK situr enn á botni deildarinnar.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og kom heimastúlkum yfir en Embla Steindórsdóttir jafnaði fyrir HK. Elín Rósa Magnúsdóttir kom Val yfir á ný og Valskonur litu ekki um öxl eftir það.

Valur komst í 7:3 eftir sjö mínútna leik og í 10:4 eftir tólf mínútur. Munurinn var fimm mörk eftir 20 mínútna leik, 13:8 og Valur leiddi í hálfleik með átta marka mun, 22:14.

Valskonur náðu þá tólf marka forskoti snemma í seinni hálfleik, 29:17. Þórey Anna jók forskot sinna kvenna í fjórtán mörk þegar 13 mínútur lifðu leiks og Elín Rósa jók muninn í sextán mörk þegar fimm mínútur voru eftir.

Leiknum lauk að lokum með sextán marka sigri Vals, 41:25.

Mariam Eradze, Elín Rósa Magnúsdóttir og Sara Dögg Hjaltadóttir skoruðu sjö mörk hver fyrir Val og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði sex mörk. Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir varði sjö skot í marki Vals og Sara Sif Helgadóttir fjögur.

Embla Steindórsdóttir var markahæst í liði HK með sjö mörk en Kristín Guðmundsdóttir og Alfa Brá Hagalín skoruðu þrjú mörk hvor. Ethel Gyða Bjarnasen og Margrét Ýr Björnsdóttir vörðu fimm skot hvor í marki HK.

Mörk Vals: Mariam Eradze 7, Elín Rósa Magnúsdóttir 7, Sara Dögg Hjaltadóttir 7, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 6, Hildigunnur Einarsdóttir 3Thea Imani Sturludóttir 3, Sigríður Hauksdóttir 3, Lilja Ágústsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2.

Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 7, Kristín Guðmundsdóttir 3 , Alfa Brá Hagalín 3, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Jóhanna Lind Jónasdóttir 2, Leandra Náttsól Salvamoser 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.

Valskonur unnu þægilegan sigur á HK á Hlíðarenda í dag.
Valskonur unnu þægilegan sigur á HK á Hlíðarenda í dag. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka