Yfirgefur Árbæinga

Torfi Tímoteus Gunnarsson í leik með Árbæingum í sumar.
Torfi Tímoteus Gunnarsson í leik með Árbæingum í sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Torfi Tímoteus Gunnarsson hefur rift samningi sínum við knattspyrnulið Fylkis. Þetta staðfesti hann í samtali við fótbolta.net.

Torfi, sem er 22 ára gamall, gekk til liðs við Fylki fyrir síðasta tímabil frá uppeldisfélagi sínu Fjölni en Fylkismenn enduðu í neðsta sæti deildarinnar og leika því í 1. deildinni næsta sumar.

Varnarmaðurinn lék alls sautján leiki Fylkis í efstu deild síðasta sumar en alls á hann að baki 68 leiki í efstu deild með Fylki, Fjölni og KA þar sem hann hefur skorað tvö mörk.

Þá á hann að baki 29 leiki fyrir yngri landslið Íslands en hann lék níu leiki fyrir U21-árs landsliðið á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert