Nýja liðið vann

Leikmenn Seattle Kraken fagna marki.
Leikmenn Seattle Kraken fagna marki. AFP

Nýja liðið í NHL-deildinni í íshokkí, Seattle Kraken, er komið á blað eftir sigur gegn Nashville Predators í Tennessee í nótt. 

Seattle vann 4:3 en liðið hafði tapað fyrsta leik sínum í NHL þegar deildin fór af stað aðfaranótt fimmtudagsins. 

Seattle Kraken er fyrsta atvinnumannaliðið í Seattle í langan tíma eða síðan 1975. Árið 2018 samþykkti NHL-deildin að liðið fengi inngöngu í deildina að uppfylltum tilheyrandi skilyrðum.  Í apríl var síðasta greiðslan innt af hendi en athafnamennirnir sem standa að liðinu þurftu að punga út liðlega 87 milljörðum íslenskra króna á síðustu árum til NHL. 

Ekki veitir af sterkum samstarfsaðilum við slíkar aðstæður og athygli vakti að Amazon fyrirtækið keypti réttinn að nafni hallarinnra sem Seattle Kraken mun spila heimaleikina í. Ekki vakti minni athygli að fyrirtækið notar nafnið til að minna á loftslagsmál en höllin heitir Climate Pledge Arena. 

Seattle Kraken fékk síðan að velja leikmenn nú í sumar og setja saman leikmannahópinn. Síðast hafði nýtt lið komið inn í NHL árið 2017 en það er Las Vegas Knights. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert