fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Lögregla kölluð til útaf innbroti í Kópavogi – Ekki var allt sem sýndist

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. maí 2022 12:53

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna yfirstandandi innbrots í íbúðarhúsnæði í Kópavogi í morgun. Í dagbók lögreglu kemur fram að laganna verðir hafi haskað sér á vettvang en fljótlega komiist að því ekki var allt sem sýndist. „Innbrotsþjófurinn“ reyndist vera húsráðandi sjálfur, nokkuð við skál, og hafði hann týnt húslyklunum sínum. Hafði hann því farið inn í íbúðina sína í gegnum glugga sem vakti athygli nágranna.

Þá segir í dagbókinni að tilkynnt hafi verið um mann sem sparkaði upp hurð að íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík en viðkomandi var gestkomandi í nærliggjandi íbúð. Vitað er hver maðurinn er en ekki hvað honum gekk til.

Ölvaður aðili var sömuleiðis á ferðinni í miðborginni, eða öllu heldur ekki á ferðinni þar sem hann svaf djúpum ölvunarsvefni. Var viðkomandi vakinn af ljúfum blundi og hélt hann leið sína. Þá var tilkynnt um reyk sem bærist frá fjölbýlishúsi í miðborginni og var nokkur viðbúnaður viðhafður vegna þessa. Þar reyndist eldur hafa kviknað í ruslapoka á svölum íbúðar og hafði rúða sprungið í íbúðinni við hitann. Íbúðin var þó mannlaus enda ekki búið í henni þar sem framkvæmdir standa yfir. Eldsupptök liggja ekki fyrir.

 

Þá er bendir dagbókarhöfundur á að á höfuðborgarsvæðinu teljast nú þeir ökumenn sem enn aka um á negldum hjólbörðum hafa sér litlar málsbætur, enda verulega farið að vora. Mega þeir sem staðnir eru að því að aka um á negldum hjólbörðum því eiga von á vænni sekt, en 20.000 króna sekt liggur við hverjum negldum hjólbarða sem undir bílnum er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun