Smit og frestanir hjá Íslendingaliði

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur með Magdeburg.
Gísli Þorgeir Kristjánsson leikur með Magdeburg. AFP

Magdeburg, toppliðið í þýska handboltanum í karlaflokki, getur ekki spilað þessa dagana eftir að kórónuveirusmit komu upp í herbúðum þess.

Leik liðsins við N-Lübbecke sem fram átti að fara á sunnudaginn var frestað af þessum sökum og einnig leik  gegn Sävehof í Evrópudeildinni sem fram átti að fara í Svíþjóð í kvöld.

Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með Magdeburg. Ekki er ljóst hvenær þessir frestuðu leikir verða spilaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert