Fjórir í nýju farsóttarhúsi „og fleiri á leiðinni“

Fjórir eru nú í nýja farsóttarhúsinu sem var opnað í …
Fjórir eru nú í nýja farsóttarhúsinu sem var opnað í gærkvöldi „og fleiri á leiðinni,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa. mbl.is/Ásdís

„Við erum með 65 hjá okkur í einangrun og þeim fer hratt fjölgandi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins.

Fjórir eru nú í nýja farsóttarhúsinu sem var opnað í gærkvöldi „og fleiri á leiðinni,“ segir Gylfi.

Margt af þeim í farsóttarhúsi er fólk úr árgöngunum 1998 og 1999 en það fólk „býr mikið inni á öðrum eða býr saman og deilir klósetti,“ en flestir sem hafa verið að smitast síðustu daga eru bólusett ungmenni.

Þá eru um það bil 30 Íslendingar nú í farsóttarhúsi og restin ferðamenn. Í gær greindi Morgunblaðið frá því að margir þeirra sem dvöldu í farsóttarhúsi væru erlendir ferðamenn sem væru nú strandaglópar á Íslandi eftir að hafa mælst með jákvætt PCR-próf.

Flestir sem hafa verið að smitast síðustu daga eru bólusett …
Flestir sem hafa verið að smitast síðustu daga eru bólusett ungmenni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

56 smit greindust innanlands í gær, þar af voru 43 fullbólusettir, tveir sem hlotið hafa eina bólusetningu og ellefu óbólusettir. Þá voru 38 þeirra smituðu utan sóttkvíar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert