Ísland hefur dregist aftur úr öðrum þjóðum

Öll helstu íþróttamannvirki Íslendinga eru á undanþágu frá alþjóða sérsamböndunum.
Öll helstu íþróttamannvirki Íslendinga eru á undanþágu frá alþjóða sérsamböndunum. mbl.is/Hari

Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta vantar nýjan heimavöll. Landsliðin í fótbolta vantar nýjan heimavöll. Aðstaða fyrir frjálsíþróttir er í lamasessi.

Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Á síðustu tveimur áratugum höfum við Íslendingar hægt og bítandi dregist aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar viðunandi keppnisaðstöðu í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Laugardalsvöllurinn er á undanþágu og er ónothæfur í mars og nóvember. Laugardalshöllin hefur verið á undanþágu um árabil og er ónothæf um þessar mundir vegna skemmda.

Hvað eftir annað vofir yfir landsliðunum okkar að þau hætti að geta leikið heimaleiki sína á Íslandi. Nú gætu körfuboltalandsliðin þurft að leita til Danmerkur eða Færeyja með næstu heimaleiki í undankeppni stórmóta.

Hvers vegna í ósköpunum sameinast íþróttahreyfingin ekki um þetta stóra mál og leggur grunn að einni stórri íþróttamiðstöð?

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert