KR-ingar kjöldregnir í Kópavogi

Hilmar Pétursson var mjög atkvæðamikill með Breiðabliki í kvöld.
Hilmar Pétursson var mjög atkvæðamikill með Breiðabliki í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Breiðablik vann ótrúlegan yfirburðasigur á KR, 135:87, þegar liðin mættust í Smáranum í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway-deildinni.

Eftir galopinn og líflegan fyrri hálfleik þar sem sóknarleikurinn var í forgrunni höfðu Blikar skorað hvorki fleiri né færri en 65 stig gegn 50 stigum KR-inga.

Hafi það ekki verið nóg þá valtaði Kópavogsliðið gjörsamlega yfir Vesturbæinga í þriðja leikhluta, skoraði 47 stig gegn 17, og staðan að honum loknum var 112:67.

Þar með var fjórði leikhlutinn bara formsatriði og Blikar sigldu stórsigri í höfn þar sem 48 stigum munaði á liðunum í leikslok, og 50 stigum skömmu áður.

Breiðablik náði þar með KR og ÍR að stigum en öll liðin eru nú með 10 stig í áttunda til tíunda sæti deildarinnar. KR á þó tvo leiki til góða á hin tvö. Blikar fjarlægðust um leið botnsætin en þar sitja Vestri með 6 stig og Þór frá Akureyri með 2 stig.

Hilmar Pétursson skoraði 27 stig fyrir Breiðablik, Everage Richardson 26 og Árni Elmar Hrafnsson 18.

Hjá KR var Adama Darbo með 20 stig og Þorvaldur Orri Árnason 19.

Gangur leiksins: 8:3, 18:8, 23:20, 31:24, 36:34, 42:42, 56:48, 65:50, 71:54, 86:54, 96:59, 112:67, 116:72, 121:75, 130:83, 135:87.

Breiðablik: Hilmar Pétursson 27/6 fráköst, Everage Lee Richardson 26/10 fráköst/5 stoðsendingar, Árni Elmar Hrafnsson 18/7 stoðsendingar, Samuel Prescott Jr. 14/9 fráköst, Sigurður Pétursson 13, Danero Thomas 13, Frank Aron Booker 12, Veigar Elí Grétarsson 6, Sveinbjörn Jóhannesson 4, Hjalti Steinn Jóhannsson 2.

Fráköst: 34 í vörn, 5 í sókn.

KR: Adama Kasper Darbo 20/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 19/8 fráköst, Alexander Óðinn Knudsen 13, Brynjar Þór Björnsson 9, Almar Orri Atlason 9/5 fráköst, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/4 fráköst, Björn Kristjánsson 8/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 7

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert