Leggja til umspil í 1. deild karla

Framarar unnu 1. deildina með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð.
Framarar unnu 1. deildina með miklum yfirburðum á síðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svo gæti farið að umspilsfyrirkomulag verði tekið upp í 1. deild karla í knattspyrnu en þetta kom fram á ár­leg­um formanna- og fram­kvæmda­stjóra­fundi KSÍ sem fram fór í höfuðstöðvum KSÍ, síðastliðinn laug­ar­dag.

Starfshóp á vegum Knattspyrnusambandsins lagði til að áfram yrði stuðst við tólf liða deild líkt og verið hefur gert frá árinu 2007.

Efsta lið áfram fer beint upp í efsta deild og neðstu tvö lið deildarinnar falla. Liðin sem enda hins vegar í 2.-5. sætinu munu þurfa að fara í umspil um laust sæti í efstu deild.

Umspilið yrði á þann veg að liðin í öðru og fimmta sætinu mætast og svo annars vegar liðin í þriðja og fjórða sætinu, en leikið yrði heima og að heiman. Sigurvegararnir myndu svo spila stakan úrslitaleik um sæti í efstu deild á hlutlausum velli.

Í greinagerð starfshópsins kemur meðal annars fram að þetta myndi auka vægi leikja í lokaumferðunum þar sem lið hefðu að meiru að keppa og að þá ætti þetta líka að auka umfjöllun og áhuga á deildinni sem skilar sér í fleira fólki á vellina.

Líklegt er að kosið verði um tillöguna á ársþingi KSÍ í febrúar á næsta ári en hvenær breytingarnar á deildinni munu taka gildi hefur ekki komið fram enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert