Stærra en allir tónleikar í Höllinni

Frá heimsmeistaramóti League of Legends árið 2014.
Frá heimsmeistaramóti League of Legends árið 2014. AFP

Uppsetning 180 fermetra risaskjás vegna stærsta rafíþróttamóts sem haldið hefur verið á Íslandi gengur mjög vel að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningahallarinnar, sem heldur utan um viðburðahald í Laugardalshöllinni þar sem mótið fer fram. 

Skjárinn er í tveimur hlutum, stendur úti á miðju gólfi í höllinni og mun sýna tilþrif heimsins bestu leikmanna tölvuleikjanna League of Legends og Valerant. Um er að ræða heimsmeistaramót í leikjunum tveimur og mun það hefjast núna um miðjan maí. 

„Það horfa fleiri á þetta í beinni útsendingu en horfa á SuperBowl og Eurovision,“ segir Birgir við mbl.is. 

„Það sem er í raun merkilegast við þetta er hversu mikið tækifæri þetta er fyrir Ísland til framtíðar að fá að halda svona mót.“

Stærra en allt það sem áður hefur verið haldið í höllinni

Greint var frá því fyrir skemmstu á mbl.is að bólu­setn­ing­ar við Covid-19 hjá Heilsu­gæsl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu muni fær­ast í stóra sal­inn í Laug­ar­dals­höll á næstunni. Að sögn Birg­is mun mótið ekki hafa áhrif á bólu­setn­ing­ar í Laug­ar­dals­höll held­ur verður bólu­setn­ing al­gjör­lega aðskil­in rafíþrótta­mót­inu. 

Birgir segir einnig að fjölmargir starfsmenn komi að framkvæmd mótsins og að 70% þeirra komi utan úr heimi. Framkvæmd mótsins er gríðarlega umfangsmikil og flókin og segir Birgir að þetta sé mun stærra í sniðum en hvaða tónleikar sem áður hafa verið haldnir í Laugardalshöll.

Hljómsveitin Eagles hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 2011.
Hljómsveitin Eagles hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöll árið 2011. mbl.is/Golli
Rokkgoðin í Led Zeppelin flytja tónlist sína á einum frægustu …
Rokkgoðin í Led Zeppelin flytja tónlist sína á einum frægustu tónleikum sem haldnir hafa verið í Laugardalshöll árið 1970. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert