Vanmerktir ofnæmisvaldar í ítölskum sósum

Rana sóstur.
Rana sóstur. Ljósmynd/Aðsend

Matvælastofnun hefur varað neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir skelfiski, mjólk, byggi eða hveiti við þremur Rana-sósum frá K. Karlssyni ehf.

Sósurnar innihalda þessa ofnæmisvalda án þess að þeir séu merktir á vörunni eða merktir á ítölsku. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Innköllunin á við allar framleiðslulotur/best fyrir-dagsetningar. Um er að ræða Rana-pestó, Rana-sveppasósu og Rana-ostasósu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert