Fótbolti

Grindavík og HK unnu örugga sigra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ásgeir Marteinsson skoraði fyrsta mark HK í kvöld.
Ásgeir Marteinsson skoraði fyrsta mark HK í kvöld. vísir/vilhelm

Grindavík og HK unnu örugga sigra í leikjum sínum í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Grindvíkingar unnu 3-0 sigur gegn Þrótti Vogum og HK-ingar fóru á Auto-völlinn og unnu 3-1 sigur gegn KV.

Sigurjón Rúnarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins í leik Grindavíkur og Þróttar þegar hann kom heimamönnum yfir á 45. mínútu.

Kairo Edwards-John tvöfaldaði forystu Grindvíkinga með marki eftir rúmlega klukkutíma leik áður en Sigurjón Rúnarsson bætti öðru marki sínu við og þriðja marki Grindvíkinga á lokamínútu leiksins.

Grindvíkingar hafa nú unnið einn og gert eitt jafntefli í upphafi móts, en Þróttarar eru enn án stiga.

Þá sáu Ásgeir Marteinsson og Hassan Jalloh til þess að HK-ingar fóru með 2-0 forystu inn í hálfleikinn gegn KV áður en Bjarni Páll Linnet Runólfsson gerði út um leikinn með marki á 90. mínútu.

Patryk Hryniewicki klóraði í bakkann fyrir heimamenn í uppbótartíma, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan varð 3-1 sigur HK-inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×