fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jakob telur að dómstóll götunnar hafi tekið völdin – „Ég held að þetta sé algerlega búið spil með þetta saklaus uns sekt sannast“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júlí 2021 18:00

Jakob Bjarnar Grétarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti blaðamaður Vísis, Jakob Bjarnar Grétarsson, er ósáttur við þá þróun mála að menn séu dæmdir af almenningsálitinu, fyrirtækjum og stofnunum áður en dómur réttarkerfisins hefur verið kveðinn upp. Jakob virðist vera að vísa til frétta af málum Gylfa Þórs Sigurðssonar og Ingós Veðurguðs er hann stígur fram með þessa færslu á Facebook-síðu sinni:

„Ég held að þetta sé algerlega búið spil með þetta saklaus uns sekt sannast í okkar samfélagi og við þurfum að fara að endurhugsa það allt frá grunni. Ekki þarf annað en kvitt á Twitt og þá rjúka fyrirtæki og stofnanir til og setja viðkomandi í hvers kyns straff með ófyrirséðum afleiðingum. Þar til annað kemur í ljós?! (Vel að merkja og það ætti auðvitað ekki að þurfa að taka það fram, að ég er vitaskuld ekki að taka neina afstöðu til sannleiksgildis orðróms og ólíkra ásakana því um það get ég auðvitað ekkert vitað frekar en flestir.) Ég veit ekki hver ábyrgð þeirra er sem hlaupa til en um það má spyrja því víst er að þau fyrirbæri eru með því að ausa olíu á þá elda sem loga glatt hjá dómstóli götunnar, því þetta er auðvitað ekkert annað hvað svo sem Gunnar Ingi sá ágæti lögmaður segir.“

Fjörlegar umræður spinnast undir færslunni og Lára Ómarsdóttir, fyrrverandi fréttamaður RÚV, bendir á að hugtakið „saklaus uns sekt er sönnuð“ hafi aldrei verið viðurkennt á meðal fólks enda hafi fólk ávallt haft skoðanir á öðrum og viðrað þær. Þá segir Lára:

„Það er ekki til neinn eiginlegur „dómstóll götunnar“ í raun hefur fólk líka alla tíð byggt á tilfinningum og skoðunum sínum á öðru fólki og dæmt það. Það eina sem hefur breyst er að nú heyrast raddirnar víðar og fleiri raddir heyrast í einu en áður. Hér í den tíð hvíslaðist fólk á og jafnvel hafði hátt og reifst í kaffiboðum og þá eins og nú ákváðu sum fyrirtæki eða sumt fólk að taka afstöðu strax. Annað fólk og önnur fyrirtæki biðu átekta.“

Jakob teflir fram óskalaganeitun Heiðu

Jakob svarar Láru með því að benda á nýlegt dæmi um athöfn sem byggi á dómstóli götunnar, þegar Heiða Eiríksdóttir neitaði að spila óskalag með Ingó Veðurguð í útvarpsþætti á Rás 2 um síðustu helgi:

„Bara svo eitt agnarsmátt dæmi sé nefnt af ótal mörgum, sem er lítið en snýr að þeim prinsippum sem ég er að reifa. Dagskrárgerðarmaður á Rás 2 neitaði að spila óskalag með Ingó á dögunum. Það er refsing sem byggir á dómi dómstóls götunnar. Prinsippin í málinu breytast ekki þó einhverjum finnist þetta skíterí og tónlistin sem slík ekki við einhverra skap. Já, auðvitað hefur alltaf verið talað manna á milli en það tal fer nú fram á opinberum vettvangi. Sem er grundvallarbreyting auk þess sem nú leggst refsing við með viðbrögðum þeirra sem væntanlega telja sig vera að verja hagsmuni sína. Því nefni ég þetta að við þurfum líklega að endurhugsa allt systemið frá grunni. Þeir sem endilega vildu in the first place nugga sér utan í vinsældir tiltekinna aðila ættu varla að komast hjá því að slíta þeim viðskiptasamböndum á forsendum dóma sem falla hjá dómsstóli götunnar, eða varla án spurninga? Þeir eru þá þar með að gefa lítið fyrir réttarfar í landinu. Í það minnsta ættum við ekki að klappa slíkum aðilum lof í lófa fyrir „rétt viðbrögð.““

Lára svarar á þann veg að engin grundvallarbreyting hafi orðið í þessum efnum:

„Fólk hefur alltaf dæmt fólk og að mínu mati er þetta orðasamband „dómstóll götunnar“ aðeins notað til að gera lítið úr skoðunum fólks sem btw fólk á fullan rétt á að hafa. Það eina sem hefur breyst er að nú fer umræðan fram á samfélagsmiðlum. Ritstýrðir fjölmiðlar taka svo þessa umræðu og skrifa um hana og gera henni kannski aðeins hærra undir höfði en áður var þótt vissulega séu dæmi um að slíkt hafi ratað í fjölmiðla fyrir tíma samfélagsmiðla. „Saklaus uns sekt er sönnuð“ er réttarfarslegt fyrirbæri ekki eitthvað sem í alvörunni sannar sakleysi einhvers eða breytir á einhvern hátt því sem fólk trúir eða hefur skoðun á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala