fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Samkeppniseftirlitið stoppar kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars Majonesi – „Við erum að skoða og meta málið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 22:10

Mynd: Fréttablaðið/Daníel

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur ógilt kaup Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga á Gunn­ars ehf. Mbl.is greinir frá þessu. Skagfirska stórveldið festi kaup á majonesfyrirtækinu gamalgróna  síðastliðið vor.

Saga Gunnars Majoness er löng og skrautleg en fyrirtækið var stofnað árið 1968 af Gunnari heitnum Jónssyni. Árið 2009 var Kleópötru Kristbjörgu Stefánsdóttur ráðin forstjóri fyrirtækisins og kom það á óvart enda hafði hún stundað andleg fræði og bókaskrif en ekki viðskipti. Fyrirtækið hét þá Gunnars Majones hf en það varð gjaldþrota árið 2014. Kleópatra keypti upp eignir þrotabúsins fyrir á 62 milljónir og hélt rekstrinum áfram undir nafninu Gunnars ehf.

„Með kaup­um KS á Gunn­ars hefðu runnið sam­an tveir af stærstu fram­leiðend­um á maj­ónesi og köld­um sós­um á Íslandi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu sem mbl.is greinir frá.  „Gunn­ars er eins og kunn­ugt er sterkt vörumerki í þess­um vöru­flokki og KS fram­leiðir og dreif­ir sömu vöru­teg­und­um und­ir merkj­um E. Finns­son og eft­ir at­vik­um Voga­bæj­ar, auk þess sem báðir aðilar fram­leiða þess­ar vör­ur einnig fyr­ir önn­ur fyr­ir­tæki. Báðir aðilar selja sömu vöru­teg­und­ir til dag­vöru­versl­ana og stór­not­enda,“ segir ennfremur.

Segir Samkeppniseftirlitið að með samrunanum myndist markaðsráðandi staða á markaði fyrir hreint majónes og aðrar tilbúnar, kaldar sósur. Sameinað fyrirtæki hefði orðið það stærsta á þessu markaði og fengi mikla yfirburði yfir helsta keppinautinn, Kjarnavörur. Með samrunanum hyrfi mikilvægur keppinautur af sviðinu og með honum mikilvægt samkeppnislegt aðhald. Ennfremur telur stofnunin að samruninn myndi valda skaðlegum útilokunaráhrifum á markaðnum.

Fara eftir til vill í nýtt söluferli

DV náði sambandi við Sævar Þór Jónsson, lögmann Gunnars ehf. Hann segir nýtt söluferli ekki útilokað. „Við erum að skoða og meta málið og hvort við förum í nýtt söluferli,“ segir Sævar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Í gær

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“