Fótbolti

Stefna að milljarða upp­byggingu á fé­lags­svæði KA

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Eiríkur S. Jóhannsson, formaður KA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, undirrituðu samning um uppbyggingunu KA svæðisins í dag.
Eiríkur S. Jóhannsson, formaður KA og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, undirrituðu samning um uppbyggingunu KA svæðisins í dag. Akureyrarbær

Undir­ritaður var samningur á milli Akur­eyrar­bæjar og Knatt­spyrnu­fé­lags Akur­eyrar (KA) um upp­byggingu í­þrótta­mann­virkja á fé­lags­svæði KA. Samningurinn er fram­hald af vilja­yfir­lýsingu milli aðila sem var undir­rituð í desember 2021. Á­ætlaður kostnaður við keppnis­völlinn, stúku­mann­virkið og fé­lags- og búnings­að­stöðuna er rúm­lega 2,6 milljarðar á nú­verandi verð­lagi.

Í til­kynningu frá Akur­eyrar­bæ kemur fram að út­búinn verði upp­hitaður aðal­keppnis­völlur með gervi­grasi og 800 LUX flóð­lýsingu og öðrum búnaði sem stenst leyfis­reglu­gerð Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands (KSÍ) sem byggir á við­miðunar­reglum og kröfum leyfis­kerfis Knatt­spyrnu­sam­bands Evrópu (UEFA). Austan við keppnis­völlinn rís yfir­byggð stúka fyrir allt að 1.000 manns í sæti.

Í stúku­mann­virkinu verður á­halda­geymsla fyrir fé­lags­svæði KA, snyrtingar fyrir gesti, tækni­rými fyrir keppnis­völl, æfinga­salur, búnings­klefi fyrir dómara, búnings­klefi fyrir iðk­endur/kepp­endur, að­staða fyrir blaða­menn og sölu­af­greiðsla.

Tölvuteiknuð mynd af uppfærðri stúku knattspyrnufélagsins. Akureyrarbær

Á milli stúku­mann­virkis og nú­verandi í­þrótta­húss verður reist um 1.600 fer­metra fé­lags­að­staða sem hýsir meðal annars búnings­klefa og júdó­sal. Með nýrri fé­lags­að­stöðu verður til ný að­koma með and­dyri á norður- og suður­hliðum húss sem tengir saman nú­verandi í­þrótta­hús KA og nýtt stúku­mann­virki við aðal­völl.

Á jarð­hæð fé­lags­að­stöðunnar verða sex búnings­klefar, af­greiðsla og mót­taka, salerni, kaffi­stofa starfs­manna, stjórnun fyrir mann­virkið og velli, tækni­rými og geymslur auk lyftu milli hæða. Á efri hæð er gert ráð fyrir júdó­sal í fullri stærð, snyrtingum, tækni­rýmum, skrif­stofu fyrir KA, tví­skiptum fé­lags­sal og eld­húsi.

Starfsemi KA fær nægt rými í nýju húsnæði. Akureyrarbær

Frá­gangur teygir sig til ársins 2030

Í til­kynningunni kemur fram að verk­lok fyrir keppnis­völlinn séu á­ætluð í júlí 2023 en fyrir fé­lags­að­stöðu og stúlku í árs­lok 2028. Frá­gangur á lóð fé­lags­svæðisins teygir sig til ársins 2030.

Fram­kvæmdirnar eru á vegum Akur­eyrar­bæjar sem stendur straum af kostnaði við þær og teljast mann­virkin eign sveitar­fé­lagsins að fram­kvæmdum loknum, að því er segir í til­kynningunni. 

KA tekur þátt í verk­efninu með vinnu við ýmis verk­efni sem tengjast inn­réttingu á efri hæð fé­lags­að­stöðu auk kaupa á búnaði í eld­hús og fé­lags­sal á sömu hæð.

Sjá má samninginn hér. 

Með nýrri fé­lags­að­stöðu verður til ný að­koma að svæðinu.Akureyrarbær



Fleiri fréttir

Sjá meira


×