Daníel kominn í Stjörnuna

Daníel Finns Matthíasson í leik með Leikni í vor.
Daníel Finns Matthíasson í leik með Leikni í vor. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnumaðurinn Daníel Finns Matthíasson er genginn til liðs við Stjörnuna frá Leikni í Reykjavík en félagaskipti hans hafa verið staðfest af KSÍ.

Eins og fram kom fyrr í dag hafði Leiknir samþykkt tilboð Stjörnunnar í Daníel. Hann er 21 árs gamall miðjumaður og var lykilmaður í Leiknisliðinu sem náði áttunda sæti í úrvalsdeildinni sem nýliði á síðasta ári. Hann lék 20 af 22 leikjum liðsins og skoraði tvö mörk.

Daníel lék sinn fyrsta leik með 21-árs landsliði Íslands þegar það mætti Kýpur í undankeppni EM í marsmánuði. Hann spilaði þrjá fyrstu leiki Leiknis í Bestu deildinni í vor en var ekki í leikmannahópnum þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Víking á sunnudagskvöldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert