Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Lands­virkj­un vill ekki greina frá því af hverju fyr­ir­tæk­ið skil­greindi mál Helga Jó­hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræð­ings fé­lags­ins, ekki sem kyn­ferð­is­lega áreitni. At­vika­lýs­ing máls­ins virð­ist samt rúm­ast inn­an skil­grein­ing­ar Lands­virkj­un­ar sjálfr­ar á kyn­ferð­is­legri áreitni.

Landsvirkjun neitar að tjá sig um af hverju mál Helga var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni
Hegðunin rímar við kynferðislega áreitni Samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar er varðar kynferðislega áreitni er ekki annað að sjá en að hegðun Helga rími við skilgreiningu fyrirtækisins á kynferðislegri áreitni. Mynd: Landsvirkjun / Samsett

Landsvirkjun vill ekki greina frá því af hverju fyrirtækið skilgreindi mál Helga Jóhannessonar, fyrrverandi yfirlögfræðings Landsvirkjunar, ekki sem „kynferðislega áreitni“ heldur sem óæskilega eða óviðurkvæmilega hegðun. 

Líkt og Stundin greindi frá fyrir skömmu fékk Helgi áminningu í starfi fyrir hegðun sína gagnvart kvenkyns starfsmanni Landvirkjunar og lét af störfum hjá fyrirtækinu undir lok síðasta mánaðar.  Landsvirkjun sagði aldrei berum orðum opinberlega að áminning Helga hefði ekki verið vegna kynferðislegrar áreitni í garð konunnar en Stundin hefur heimildir fyrir þessu. 

Í svörum Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar kemur fram að fyrirtækið vill ekki tilgreina af hverju mál Helga og áminningin sem hann fékk í starfi var ekki skilgreint sem kynferðisleg áreitni. „Ég ítreka fyrra svar, að Landsvirkjun tjáir sig aldrei um mál einstakra starfsmanna,“ segir í svari Landsvirkjunar við spurningum Stundarinnar. 

Eins og kom fram í svari Landsvirkjunar til Stundarinnar fyrir skömmu þá fór málið í farveg innan fyrirtækisins í samræmi við skil­greinda við­bragðs­á­ætlun fyrir grein­ingu og úrvinnslu mála, í sam­ræmi við reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi.

Eftir að Stundin greindi frá málinu var annað mál tengt Helga og meintri kynferðislegri áreitni hans gagnvart annarri konu til umfjöllunar í fjölmiðlum

Strauk kinn konunnar

Eins og Stundin greindi frá þá var alvarlegasta atvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þess eðlis að konan mun hafa upplifað hegðun Helga sem ógnandi.

Konan bar því við að Helgi hafi króað hana af  við vinnustöð hennar og strokið kinn hennar, gegn vilja hennar. Þetta gerðist í kjölfar þess að Helgi hafði tjáð starfsmanninum það ítrekað að hún væri lesbíuleg vegna þess að hún var með snöggklippt hár. Samkvæmt heimildum Stundarinnar vildi Helgi biðja konuna afsökunar þegar hann ræddi við hana við starfsstöð hennar. Helgi mun hafa boðið konunni að klípa sig í rassinn eftir að hann hafði strokið vanga hennar svo hún gæti launað honum í sömu mynt vegna þess að hann hafði kallað hana lesbíulega. 

Konan tilkynnti hátterni Helga til yfirstjórnar Landsvirkjunar í vor og eftir nokkurra mánaða ferli innan fyrirtækisins varð lendingin sú að Helgi sagði upp sem yfirlögfræðingur þess. Konan sem tilkynnti Helga lét einnig af störfum um síðustu mánaðamót. 

Virðist vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun

Athygli vekur að þó að Helgi hafi ekki verið áminntur fyrir kynferðislega áreitni þá virðist hátternið sem var undir í málinu vera kynferðisleg áreitni samkvæmt viðbragðsáætlun Landsvirkjunar. Í áætluninni er kynferðisleg áreitni skilgreind með eftirfarandi hætti: 

„Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, lítillækkandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.“

Svo segir enn frekar í verklagsreglunum um skilgreiningu hugtakanna kynferðisleg eða kynbundin áreitni:  „Hugtakið kynferðisleg/kynbundið áreitni og ofbeldi nær yfir breitt svið háttsemi en eftirfarandi eru nokkur dæmi um athæfi sem eru sérstaklega ámælisverð: Óvelkomnir kynferðislegir tilburðir, tilboð eða kynferðislegar/kynbundnar athugasemdir, ummæli eða klúrt orðalag t.d. um klæðaburð. Þetta á einnig við samskipti í gegnum miðla eins og samfélagsmiðla og tölvupóst.  Óvelkomin kynferðisleg hegðun svo sem snertingar, klíp, klapp, káf, þukl eða strokur. Fara inn fyrir persónulegt rými einstaklings, m.a. með því að standa eða sitja of nálægt, halla sér að viðkomandi eða króa af.“

Samkvæmt þeirri atvikalýsingu sem Stundin hefur birt um alvarlegasta tilvikið sem konan tilkynnti Helga fyrir þá rímar það við þessa skilgreiningu. Konan bar því við að Helgi hefði króað sig af, snert kinn sína og boðið henni að klípa sig í rassinn. 

Þrátt fyrir þetta var háttsemi Helga samt ekki skilgreind sem kynferðisleg áreitni og áminningin sem hann fékk var ekki þess eðlis. Af hverju þetta var liggur ekki fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu