Enski boltinn

Norwich komnir í úrvalsdeildina eftir að Brentford og Swansea mistókst að vinna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Norwich spilar gegn Bournemouth í kvöld. Bournemouth er enn í baráttu um að tryggja sér sæti í umspilinu.
Norwich spilar gegn Bournemouth í kvöld. Bournemouth er enn í baráttu um að tryggja sér sæti í umspilinu. Stephen Pond/Getty Images

Það er komið á hreint að Norwich mun spila í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili, en nú er aðeins eitt lið sem getur náð þeim á toppnum.

Þetta var staðfest eftir að Brentford og Swansea mistókst að vinna sína leiki í dag. Brentford gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Millwall, en Jón Daði Böðvarsson kom inná sem varamaður fyrir gestina á 79. mínútu.

Swansea lenti í vandræðum gegn botnliði Wycombe Wanderers á heimavelli. Wycombe komust í 2-0 eftir rúmlega 50 mínútna leik, en Swansea komu til baka og jöfnuðu þegar um sjö mínútur voru eftir.

Þar við sat og Swansea því 14 stigum á eftir Norwich á toppnum. Swansea getur mest fengið 12 stig í viðbót og því er það staðfest að Norwich mun spila í deild þeirra bestu á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×