Ísak lagði upp í sigri

Ísak Bergmann Jóhannesson heldur áfram að standa sig vel með …
Ísak Bergmann Jóhannesson heldur áfram að standa sig vel með Norrköping. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ungstirnið Ísak Bergmann Jóhannesson átti stórleik fyrir Norrköping þegar liðið vann öruggan 3:0 útisigur gegn Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Ísak Bergmann lagði upp eitt mark og lék afar vel á miðjunni.

Norrköping tók forystuna í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar Samuel Adegbenro skoraði.

Á 63. mínútu lagði Ísak Bergmann svo upp mark fyrir Carl Björk.

Aðeins tveimur mínútum síðar innsiglaði Adegbenro sigurinn með þriðja marki Norrköping.

Liðið er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sjö stig að loknum fyrstu fjórum umferð sænsku úrvalsdeildarinnar.

Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Norrköping í dag en enginn annar Íslendingur var í leikmannahóp liðsins í dag, en Ari Freyr Skúlason, Finnur Tómas Pálmason og Oliver Stefánsson eru einnig á mála hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert