Þotu snúið við þar sem farþegi var ekki með grímu

Farþegi neitaði að bera andlitsgrímu.
Farþegi neitaði að bera andlitsgrímu. AFP

Farþegaþotu bandaríska flugfélagsins American Airlines, á leið frá Miami til London, var snúið við eftir að farþegi um borð neitaði að bera andlitsgrímu.

129 farþegar og 14 manna áhöfn var um borð í Boeing 777-vélinni en lögregla tók á móti henni aftur í Miami þar sem kona á fertugsaldri var flutt á brott í fylgd lögreglu.

Samkvæmt tilkynningu frá flugfélaginu fær hún ekki að fljúga aftur með því í bráð.

Vélin hafði verið innan við klukkustund í loftinu á miðvikudagskvöldið þegar henni var snúið við.

Aðrir farþegar vélarinnar fóru degi síðar til London.

„Allir voru mjög hissa,“ sagði einn farþegi í samtali við fjölmiðla vestanhafs um málið. Annar farþegi sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna þess sem gerðist.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert