Díana snýr aftur í Víkina

Díana Ágústsdóttir í leik með Fjölni.
Díana Ágústsdóttir í leik með Fjölni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Díana Ágústsdóttir hefur gert tveggja ára samning við handknattleiksdeild Víkings. Hún er uppalin hjá Víkingi og spilaði síðast með liðinu fyrir um 12 árum. 

Díana, sem er 28 ára gömul, er örvhentur hornamaður sem hefur spilað með Haukum og Fram og síðast Fjölni í úrvalsdeildinni.

Félagið segir í tilkynningu:

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir okkur að fá Díönu heim í Víking og mun hún koma til með að styrkja hópinn í vetur með sínum gæðum, reynslu og leikgleði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert