Salah ekki á förum í sumar?

Mohamed Salah í leik Liverpool og West Ham á laugardaginn.
Mohamed Salah í leik Liverpool og West Ham á laugardaginn. AFP/Ben Standall

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah hefur verið sterklega orðaður við brottför frá Liverpool að þessu keppnistímabili loknu.

Hann á eitt ár eftir af samningi sínum og talið hefur verið fullvíst að Liverpool vilji nýta tækifærið til að fá á annað hundrað milljónir punda fyrir hann í sumar með því að selja hann til Sádi-Arabíu.

Rifrildi Salahs og Jürgens Klopps á hliðarlínunni á leik West Ham og Liverpool á laugardag hefur ýtt undir þessar vangaveltur.

The Athletic segir hins vegar í dag að flest bendi hins vegar til þess að Salah verði um kyrrt í Liverpool í sumar. Hann hafi ekki óskað eftir því að vera seldur frá félaginu og þar sé gert ráð fyrir honum í leikmannahópi næsta tímabils.

Salah, sem er 31 árs, hefur skorað 210 mörk og lagt upp 88 önnur í 346 mótsleikjum fyrir Liverpool sem keypti hann af Roma árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert