Belgíukonungur hitti hálfsystur í fyrsta sinn

Filippus Belgíukonungur, grímuklæddur.
Filippus Belgíukonungur, grímuklæddur. AFP

Filippus Belgíukonungur hefur hitt hálfsystur sína Delphine de Saxe-Cobourg í fyrsta sinn eftir að hún vann dómsmál um að verða hluti af konungsfjölskyldunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá konungshöllinni.

Fundurinn átti sér stað níunda október og leiddi til „langra og ríkulegra samskipta“ sem munu verða til þess að sambandið þróast áfram innan „fjölskyldurammans“, sagði í yfirlýsingunni, sem þau Filippus og Delphine undirrituðu.

Delphine á blaðamannafundi eftir að dómsmálinu lauk.
Delphine á blaðamannafundi eftir að dómsmálinu lauk. AFP

Lista­kon­an Delp­hine Boël, laund­ótt­ir Al­berts fyrr­ver­andi kon­ungs af Belg­íu, var sæmd titil­in­um prins­essa af Belg­íu eftir að hún vann dómsmálið. Hún hafði bar­ist fyr­ir því í sjö ár að fá viður­kennt að hún væri dótt­ir kon­ungs, en kon­ung­ur­inn átti í fram­hjá­haldi með móður henn­ar á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert