Fótbolti

Jafn­tefli Atalanta þýðir að Inter Milan er Ítalíu­meistari

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. EPA-EFE/SERENA CAMPANINI

Einokun Juventus er loks lokið en Inter Milan er Ítalíumeistari. Það var endanlega staðfest eftir dramatískt 1-1 jafntefli Atalanta gegn Sassuolo í dag.

Leikur dagsins var hin mesta skemmtun en Pierluigi Gollini fékk rautt spjald í liði Atalanta á 23. mínútu. Gestirnir komust samt sem áður yfir á 32. mínútu þökk sé marki Robin Gosens. Atalanta því manni færri en marki yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Domenico Berardi jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks og staðan orðin 1-1. Sassuolo skoraði svo mark sem var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins og á 75. mínútu fékk Marlon sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Atalanta fékk í kjölfarið vítaspyrnu sem hefði haldið lífi í toppbaráttunni. Luis Muriel brenndi af og fór það svo að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Það þýðir að Inter Milan er orðið meistari þó enn séu fjórar umferðir eftir af deildinni.

Önnur úrslit dagsins voru þau að Lazio vann 4-3 sigur á Genoa. Bologna og Fiorentina gerðu 3-3 jafntefli og þá gerði Napoli 1-1 jafntefli við Cagliari.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×