Níu komin á EM og nokkur í góðri stöðu

Viggó Kristjánsson var atkvæðamestur í markaskorun í leikjunum tveimur gegn …
Viggó Kristjánsson var atkvæðamestur í markaskorun í leikjunum tveimur gegn Tékkum og skoraði 13 mörk fyrir íslenska liðið. mbl.is/Óttar Geirsson

Fimm þjóðir tryggðu sér um helgina sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik, en þær fögnuðu allar tveimur sigrum í þessari lotu undankeppninnar og eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir af sex í sínum riðlum.

Þetta eru Austurríki, Frakkland, Ungverjaland, Portúgal og Slóvenía.

Þar með er endanlega ljóst með níu af 24 þjóðum sem leika á EM í Þýskalandi því Þýskaland leikur þar sem gestgjafi og Svíþjóð, Danmörk og Spánn sem þrjár efstu þjóðirnar á EM 2022 sem fram fór í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Útkljáð verður hvaða lið lenda í hinum fimmtán sætunum í tveimur síðustu umferðunum sem verða leiknar dagana 26. til 30. apríl.

Ísland þarf eitt stig

Ísland er með pálmann í höndunum í 3. riðli eftir níu marka sigurinn á Tékkum í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Íslenska liðið á eftir að spila við Ísrael á útivelli og Eistland á heimavelli og nægir eitt stig til að gulltryggja sér EM-sæti.

Sennilega mætti íslenska liðið meira að segja tapa báðum leikjunum án þess að það kæmi að sök. Líkast til þyrfti liðið að tapa með sextán marka mun í Ísrael þann 27. apríl til þess að eiga á hættu að missa af sæti í lokakeppninni.

Ef sú staða kæmi upp hefði Ísland alltaf heimaleikinn gegn Eistlandi þremur dögum síðar til þess að bæta upp fyrir það.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert