Aron: Maður varð svolítið tómur

Aron Pálmarsson ræðir við fjölmiðla á liðshótelinu í dag.
Aron Pálmarsson ræðir við fjölmiðla á liðshótelinu í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Heilsan er ekkert spes. Kálfinn ekkert spes og andlega líðan er sérstök,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði karla í handbolta, í samtali við mbl.is á liðshóteli liðsins í Gautaborg í dag.

Aron lék ekki með Íslandi gegn Svíþjóð á HM í gær, vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum, en báðir leikir voru hluti af milliriðli II.

„Þetta gerist í Grænhöfðaeyjaleiknum en þar sem þetta var lítið gerði maður sér vonir um að spila. Svo prófuðum við þetta í hádeginu í gær og ég var mjög reiður,“ viðurkenndi Aron.

Hann hefur ekki haft heppnina með sér á stórmótum í gegnum tíðina og misst af mörgum leikjum vegna meiðsla og veikinda.

„Þetta er eiginlega erfiðast núna. Ég er búinn að gefa mér síðustu mánuði og hugsa gríðarlega vel um mig og sérstaklega þetta kálfavesen, sem er búið að plaga mig núna í eitt og hálft ár.

Mér finnst ég hafa gert allt og skoðanir sýna frábærar framfarir. Svo kemur þetta upp úr engu. Þetta var ekki gabbhreyfing, sprettur eða neitt. Þetta var pínulítið og maður varð svolítið tómur,“ sagði Aron.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert