Lýst yfir neyðarástandi á Flórída vegna fellibylsins

Fellibylurinn Ian nálgast Tampa-borg á Flórída. Von er á sterkum …
Fellibylurinn Ian nálgast Tampa-borg á Flórída. Von er á sterkum vindum, regni og flóði vegna hans. AFP/Ricardo Arduengo

Ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, hefur varað við mögulegum náttúruhamförum er fellibylurinn Ian sækir í sig veðrið á leið sinni yfir Karíbahafið.

Sterkir vindar bárust til suðurstrandar Kúbu í gærkvöldi. Búist er við að Ian nái alla leið til vesturstrandar Flórída einhvern tíma á fimmtudag.

Íbúar á svæðinu hafa verið að sanka að sér mat, vatni, lyfjum og bensíni. Þá hefur verið gripið til ýmissa varúðarráðstafana. Samkvæmt umfjöllun ABC er búið að rýma Tampa Bay-flugvöllinn. 

Lýst hefur verið yfir neyðarástandi á Flórída vegna fellibylsins. Landsmiðstöð fellibylja (e. The National Hurricane Center) hefur ráðlagt íbúum bæði á Kúbu og á Flórída að gera ýmsar ráðstafanir og fylgjast vel með fréttum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert