Myndavélar frá Kína við opinberar byggingar hér

Öryggismyndavélar frá kínverskum fyrirtækjum eru notaðar við eftirlit við opinberar …
Öryggismyndavélar frá kínverskum fyrirtækjum eru notaðar við eftirlit við opinberar byggingar á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öryggismyndavélar frá kínverskum fyrirtækjum eru notaðar við eftirlit við opinberar byggingar á Íslandi. Þetta kemur fram í svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Þar kemur jafnframt fram að ekki sé á dagskrá að skipta umræddum eftirlitsmyndavélum út eins og gert hefur verið víða um heim af öryggisástæðum.

Nýverið bárust fregnir af því að kínverskar öryggismyndavélar frá fyrirtækjunum Hikvision og Dahua hefðu verið fjarlægðar úr opinberum byggingum í Ástralíu því þær hafi verið taldar möguleg ógn við öryggi landsins.

Áður hafa öryggismyndavélar frá Kína verið bannaðar í opinberum byggingum í fleiri löndum, til að mynda í Bandaríkjunum og Bretlandi, auk þess sem fjölmörg stórfyrirtæki hafa skipt þeim út.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert